Með því að samþykkja þessa skilmála staðfestir styrktaraðili/félagi að hann er upplýstur um eftirfarandi: Styrktaraðili/félagi Heimilis og skóla og SAFT:Einstaklingar geta gerst styrktaraðilar Heimilis og skóla og SAFT. Foreldrar með barn í 1.bekk grunnskóla þurfa ekki að borga gjald fyrsta árið en hefja greiðslu að ári loknu.
Styrktaraðild fyrir einstaklinga er 2.500 kr. á ári.
Foreldrafélög ogskólar á öllum skólastigum geta einnig gerst félagar að Heimili og skóla og SAFT. Félagar fá afslátt af fræðslu og námskeiðum. Félagsaðild er 12.900 kr. á ári.
Reikningur er sendur einu sinni á ári.
Öll gjöld eru í íslenskum krónum.
Persónuverndarstefna:Heimili og skóli og SAFT safna upplýsingum um styrktaraðila/félaga í þeim tilgangi að taka við greiðslum vegna styrktaraðildar/félagsaðildar. Með því að gefa okkur upplýsingar gefur þú okkur samþykki til að safna og nota þær upplýsingar til að vinna á skilvirkan hátt. Heimili og skóli og SAFT heitir styrktaraðilum/félögum fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem styrktaraðili/félagi gefur upp. Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila. Við kaupum þjónustu vegna heimasíðu, póstlista og greiðsluþjónustu. Þeir samstarfsaðilar starfa eftir kröfum okkar um öryggi og nota ekki upplýsingarnar í eigin tilgangi né selja til annarra. Starfsmenn Heimilis og skóla og SAFT sem hafa aðgang að gögnum og upplýsingum starfa eftir skýrum verkferlum til að tryggja öryggi upplýsinga.
Heimili og skóli og SAFT gætu notað upplýsingarnar til að hafa samband við þig ef breyta eða staðfesta þarf greiðsluupplýsingar eða til að deila með þér upplýsingum sem hafaáhrif á stuðning þinn eða félagsaðild.
Póstlisti:Allir notendur
www.heimiliogskoli.is og
www.saft.is geta skráð sig á póstlista. Hægt er að skrá sig af póstlistanum hvenær sem er. Við afskráningu er tölvupóstfangi og öðrum upplýsingum sem gefnar voru upp vegna skráningar á póstlistann eytt úr gagnagrunni.
Vafrakökur:
Þegar notendur heimsækja
www.heimiliogskoli.is og
www.saft.is safnast tæknilegar upplýsingar með sjálfvirkum hætti í gegnum vafrakökur. Dæmi um slíkar upplýsingar eru t.d. IP-tölur og auðkenni tækja, tungumálastillingar og fleira. Söfnun slíkra upplýsinga byggja á samþykki einstaklinga og geta bætt upplifun heimsóknarinnar á síðuna og stuðlað aðfrekari þróun hennar.
Frekari upplýsingar: Hafi styrktaraðili/félagi eða notandi heimasíðna spurningar sem ekki má finna svör við í skilmálum er hægt að hafa samband á heimiliogskoli@heimiliogskoli.is
Breytingar á skilmálum: Heimili og skóliog SAFT áskilur sér rétt til breytinga á skilmálum og munu breytingar verða tilkynntar með fyrirvara á heimasíðum Heimilis og skóla og SAFT.
Skilmálar voru uppfærðir síðast 1. desember 2022. Samþykki skilmála þessara.
Þjónustan.
Notkun þjónustunnar.
Alfkonahvarf.
Skilaréttur.
Greiðsla.
Þjónusta við viðskiptavini.